Hætta að selja miða í SeaWorld

Háhyrningur á sýningu í SeaWorld.
Háhyrningur á sýningu í SeaWorld.

Ferðaþjónusturisinn Thomas Cook segist munu hætta að selja ferðir í dýragarða sem halda háhyrninga. Fyrirtækið segir að rúmlega 90% viðskiptavina sinna sé hugað um velferð dýra.

Af þessum sökum mun fyrirtækið hætta sölu miða í SeaWorld-garðinn í Florida og Loro Parque á eyjunni Tenerife.

„Við tókum þessa ákvörðun í engu fáti,“ sagði framkvæmdastjórinn Peter Fankhauser er hann tilkynnti þessa nýju stefnu. Í færslu á vef fyrirtækisins segir hann að báðir garðarnir hafi hingað til uppfyllt kröfur og bætt fyrirkomulag hvað varðar hald dýranna.

„En frá og með næsta sumri munum við ekki selja miða á neinar skemmtanir þar sem háhyrningum er haldið í prísund. Við höfum átt í virkum samskiptum við fjölda sérfræðinga í velferð dýra á síðustu átján mánuðum og tekið ákvörðun í samræmi við þau vísindalegu gögn sem þeir hafa aflað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert