Klórgasi var beitt í Sýrlandi

Frá bænum Douma í Sýrlandi.
Frá bænum Douma í Sýrlandi. AFP

Klórgasi var beitt gegn uppreisnarmönnum í bænum Douma í Sýrlandi í apríl á síðasta ári. Vitni segja að 43 manns hafi látið lífið í bænum af þessum sökum.

Þetta er niðurstaða rannsóknar OPCW, alþjóðlegrar stofnunar sem beitir sér gegn efnavopnum, í kjölfar þess að fulltrúar hennar heimsóttu Douma.

Skýrslu OPCW hefur verið beðið en stjórnarher Sýrlands hafði áður verið sakaður um að hafa beitt efnavopnum gegn uppreisnarmönnum í bænum.

Stofnunin sagði tveimur gaskútum með klórgasi hafa verið varpað á bæinn. Hins vegar hefðu engin merki fundist um að taugagasi hefði verið beitt eins og talið var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert