Stærstu kosningar mannkynssögunnar

Þessar stærstu kosningar mannkynssögunnar snúast að mestu um það hvort …
Þessar stærstu kosningar mannkynssögunnar snúast að mestu um það hvort þessi maður, Narendra Modi, haldi sæti sem forsætisráðherra eða ekki. AFP

Tugir milljóna kusu í þingkosningum á Indlandi á fimmtudag. Þar með var hleypt af stokkunum umfangsmestu lýðræðislegu framkvæmd mannkynssögunnar. 900 milljónir eru á kjörskrá og kosningarnar standa í 6 vikur, þeim lýkur um miðjan maí.

Í fyrsta áfanganum af sjö var kjörsóknin um 66%. Næsti áfangi verður næsta fimmtudag, þar sem tugir milljóna koma aftur til með að greiða atkvæði sín.

Kosningarnar snúast að mestu leyti um það hvort sitjandi forsætisráðherra, Narendra Modi, fái þingstyrk til að sitja áfram. Hann er leiðtogi Hindú-þjóðernissinnaða flokksins Bharatiya Janata (BJP), sem náði sögulegum meirihluta í þingkosningum 2014.

Modi er sagður vera öflugur leiðtogi, þýðingarmikill fyrir flokkinn. „Þjóðernishyggja er okkar innblástur,“ sagði hann í yfirlýsingu fyrr á þessu ári. Hann hefur þá verið sakaður um að hafa horn í síðu Múslima. Mannréttindahópar hafa sakað hann um að leyfa dráp á múslimum og svo hefur hann beitt sér af hörku gegn nautgriparækt til manneldis, eins og hindúismi forbýður en múslimar stunda.

Helsti andstæðingur Modi er Rahul Gandhi, leiðtogi Congress-flokksins. Faðir hans, amma og langafi voru öll forsætisráðherrar. Hann boðar setningu lágmarkslauna í landinu og niðurfellingu skulda fyrir bændur. Þá hefur hann reynt að höfða til kvenna með því að lofa því að þriðjungur opinberra starfa verði eyrnamerktur konum.

AFP sagði frá því í dag að hæstiréttur í Indlandi hefði skipað flokkunum er nú keppast um atkvæði að gera grein fyrir þeim tugum milljónum dala sem þeir hefðu fengið í styrk frá einkaaðilum. Flokkarnir fá sjö vikna frest en áðurnefndir tveir flokkar eru taldir munu verja 7 milljörðum Bandaríkjadala hvor í kosningarnar.

Umfjöllun Vox um málið

Umfjöllun BBC

Umfjöllun Al Jazeera

Rahul Gandhi leiðtogi Congress-flokksins, sem er vinstra megin á rófinu, …
Rahul Gandhi leiðtogi Congress-flokksins, sem er vinstra megin á rófinu, flytur ræðu í aðdraganda annarrar lotu kosninganna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert