Lögsótt fyrir slysamyndir

AFP

Lögregla og sjúkraflutningafólk í Svíþjóð vonast til þess að með nýrri löggjöf verði hægt að halda almenningi frá vettvangi slysa en samkvæmt lögunum er hægt að sækja fólk til saka fyrir að dreifa slíku myndefni á samfélagsmiðlum á grundvelli persónuverndar.

Á vef Dagens Nyheter kemur fram að lögregla fagni þessu mjög því bæði geti fólk sem getur ekki haldið sig í burtu frá vettvangi slysa tafið aðgerðir lögreglu og bráðaliða auk þess sem slíkar myndbirtingar geta valdið ættingjum og vinum þeirra sem eiga hlut að máli miklum skaða. 

Þegar hefur verið ákveðið að láta reyna á lögin vegna umferðarslyss í lok mars þar sem þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir myndatökur á vettvangi slyssins.

Frétt DN

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert