Samþykkja viðskiptaþvinganir vegna úígúra

Í 11 mínútna langri umfjöllun BBC, sem horfa má á …
Í 11 mínútna langri umfjöllun BBC, sem horfa má á hér að neðan, má sjá aðstæður fullorðinna úígúra í skólunum. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að beita háttsetta ráðamenn í Kína viðskiptaþvingunum vegna meðferðar kínverskra stjórnvalda á úígúr-múslimum.

Er ritari Kommúnistaflokksins í Xinjiang-héraði sérstaklega nefndur, en úígúrar eru fjölmennastir í þessu héraði Kína.

Úígúr-múslimar í Kína eru markvisst sendir í það sem kínversk stjórnvöld kalla skóla en gagnrýnendur harðstjórnarinnar í Kína vilja fremur kalla fangabúðir. Markmið stofnananna er að „umbreyta öfgafullum hugsunarhætti úígúra“.

Öldungadeild þingsins og Bandaríkjaforseti þurfa einnig að samþykkja viðskiptaþvinganirnar.

Bjóða fjölmiðlum í heimsókn í stofnanir sem áður „voru ekki til“

Lengi vel vildu kínversk stjórnvöld ekki viðurkenna tilvist skólanna svokölluðu, en í kjölfar þess að fjölmiðlar fóru að rannsaka meðferð úígúra hafa þau tekið upp á því að bjóða völdum fjölmiðlum í heimsókn í stofnanirnar.

Í 11 mínútna langri umfjöllun BBC, sem horfa má á hér að neðan, má sjá aðstæður fullorðinna úígúra í skólunum, sem þeir mega þó ekki yfirgefa nema með sérstöku leyfi, auk þess sem skólunum virðast hafa verið sérstaklega breytt áður en fjölmiðlum var boðið í heimsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert