Evrópusambandið biður Ítali afsökunar

Ursula von der Leyen telur að ESB hafi brugðist Ítölum.
Ursula von der Leyen telur að ESB hafi brugðist Ítölum. AFP

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) hefur beðið Ítali innilega afsökunar á því að sambandið hafi brugðist þeim í upphafi kórónuveirufaraldursins. BBC greinir frá.

„Já, það er rétt að ekkert okkar var undir þetta búið,“ sagði Ursula von der Leyen þegar hún ávarpaði Evrópuþingið í morgun. „Það er einnig satt að of mörg okkar voru ekki til staðar þegar Ítalir þurftu á hjálparhönd að halda í upphafi faraldursins. Og já, þess vegna er rétt að Evrópa í heild biðjist innilega afsökunar.“

Yfir 21 þúsund einstaklingar hafa látist af völdum veirunnar á Ítalíu, sem hefur orðið hvað verst úti allra landa. En dánartalan þar er sú hæsta í Evrópu.

Þegar Ítalir reyndu hvað þeir gátu að hefta útbreiðslu veirunnar og þá settu bæði Frakkar og Þjóðverjar hömlur á útflutning á til að mynda andlitsgrímum, þrátt fyrir að framkvæmdastjórn ESB hefði varað við því að það gæti grafið undan sameiginlegum viðbrögðum vegna veirunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert