Um 120 hafa farið frá áramótum

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Hari

Það sem af er þessu ári hefur Útlendingastofnun synjað um 470 umsóknum um vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Frá áramótum hafa um 120 ríkisborgarar Venesúela fengið aðstoð við sjálfviljuga heimför, en í nóvember var flogið með 180 einstaklinga til Venesúela.

Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Alls hafa því um 300 einstaklingar frá Venesúela verið fluttir af landi brott á síðustu mánuðum. Þeir 120 sem farið hafa undanfarið fóru ekki allir með sama flugi, en flogið var með flesta í gegnum Madríd á Spáni.

Í svari Útlendingastofnunar segir einnig að um 630 umsóknir Venesúelabúa séu óafgreiddar hjá stofnuninni og 570 mál til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert