Veita milljörðum í aðstoð vegna veirunnar

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. AFP

Leiðtogar ESB-ríkja samþykktu í gærkvöldi að veita milljörðum í efnahagsaðstoð handa ríkjum sambandsins sem eru illa leikin vegna kórónuveirufaraldursins en hálfur milljarður evra verður tiltækur frá 1. júní. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, segir framlagið nema alls þúsund milljörðum evra.

Töluverður ágreiningur hefur verið um fjármögnun neyðaraðstoðarinnar; milli ríkja í norðanverðri og sunnanverðri álfunni. 

Ítalir hafa verið í forsvari ríkja sem vilja að þau auðugri, líkt og Þýskaland, leggi meira í púkkið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gærkvöldi að mikilvægum áfanga væri náð.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði enn ekki ljóst nákvæmlega með hvaða hætti aðstoðin yrði; hvort það yrði í formi lána eða styrkja. Hann segir mikilvægt að styrkja ríki, ekki lána þeim.

Fyrr í apríl komust leiðtogar ESB að samkomulagi um 500 milljarða evra aðgerðapakka.

Yfir 100.000 þúsund manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Evrópu.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert