Íbúar ESB og Schengen þurfi ekki í sóttkví

Verslað á götumarkaði í Parísarborg.
Verslað á götumarkaði í Parísarborg. AFP

Yfirvöld í Frakklandi greindu frá því í dag að þau geti ekki sett alla í sóttkví sem koma til landsins frá ríkjum Evrópusambandins, frá Schengen-svæðinu eða Bretlandi, en Frakkar búa sig nú undir að draga úr þeim aðgerðum sem hafa verið í gildi undanfarna tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. 

Ríkisstjórn landsins lýsti því yfir í gær að framlengja eigi neyðarástandið, sem hefur verið í gildi, til a.m.k. 24. júlí, og að allir sem komi til landsins eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. 

Reglurnar eiga þó ekki við einstaklinga sem koma frá ESB-ríkjum, Schengen-svæðinu eða Bretlandi, og þá skiptir ekki máli frá hvaða landi viðkomandi fólk er. 

Frönsk stjórnvöld segja að kynna eigi reglur innan fárra daga sem lúta að frönskum ríkisborgurum eða einstaklingum frá ríkjum ESB sem komi til Frakklands frá öðrum svæðum. 

Talsmaður innanríkisráðuneytis Frakklands segir í samtali við AFP-fréttastofuna að það herta landmæraeftirlit, sem var kynnt um miðjan marsmánuð í þeim tilgangi að sporna gegn úbreiðslu kórónuveirunnar, þá sérstaklega við þýsku landamærin, haldi enn gildi sínu. 

Tala látinna í Frakklandi af völdum veirunnar hefur farið lækkandi undanfarna daga. Í dag var greint frá 135 dauðsföllum í landinu sl. sólarhring.

Heilbrigðisyfirvöld segja veiran hafi alls dregið 24.895 manns til dauða. Það er fimmta hæsta dánartíðnin af völdum faraldursins í heiminum, á eftir Bandaríkjunum Ítalíu, Bretlandi og Spáni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert