Lokuðust inni vegna skógarelda

Skógareldar í Kaliforníu. Myndin er úr safni.
Skógareldar í Kaliforníu. Myndin er úr safni. AFP

Stór björgunaraðgerð er í gangi í Kaliforníu eftir að fólk lokaðist inni vegna skógarelda á vinsælu útivistarsvæði.

Þyrlur hafa verið sendar til að sækja tugi manna í kringum Mammoth Pool-uppistöðulónið um 60 kílómetra norðvestur af borginni Fresno, að sögn BBC.

Ekki er vitað hversu margir eru í sjálfheldu en tveir eru alvarlega slasaðir og tíu til viðbótar minna slasaðir.

Í tísti frá slökkvistöðinni í Fresno kom fram að 63 manneskjum hefði þegar verið bjargað af þyrlum hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert