Telur Trump hafa náðað sjálfan sig

Donald Trump og eiginkona hans Melania yfirgáfu Hvíta húsið fyrir …
Donald Trump og eiginkona hans Melania yfirgáfu Hvíta húsið fyrir um viku. AFP

Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donalds Trumps, segir að líkur séu á því að forsetinn fyrrverandi hafi náðað sjálfan sig, lögmanninn Rudy Giuliani og börnin sín. Cohen grunar að Trump hafi gert þetta í laumi en það muni einungis koma í ljós ef hann verður ákærður síðar meir. 

Í viðtali við sjónvarpsstöðina MSNBC sagði Cohen að með þessu væri Trump að tryggja að ekki væri hægt að sakfella fjölskyldu hans yrðu tilraunir gerðar til þess. „Ég held að ég hafi fundið út hvernig hann gerði þetta,“ sagði Cohen og hélt áfram:

„Ég held að Donald Trump hafi fyrir einhverju náðað sig, börnin og Rudy Giuliani. Gögn þess efnis eru falin og verða dregin fram ef þess er talin þörf. Þá mun hann geta sagst vera með náðun,“ var haft eftir Cohen.

Ljóst er að um getgátur er að ræða en ekki er víst að forsetinn fyrrverandi hafi getað náðað sjálfan sig. Hins vegar er það svo að ekkert í stjórnarskrá landsins segir til um það að gera verði náðanir opinberar. Enginn forseti hefur áður náðað sjálfan sig.

Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donald Trumps.
Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donald Trumps. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert