Frakkar byrja að bólusetja börn

Macron tilkynnti í dag að börn á aldrinum 12 til …
Macron tilkynnti í dag að börn á aldrinum 12 til 18 ára fái bráðlega bólusetningu. AFP

Byrjað verður að bólu­setja börn á aldr­in­um 12 til 18 ára í Frakklandi 15. júní. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, greindi frá þessu í dag og bætti við að nærri 50% fullorðna Frakka hafa nú fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu gegn Covid-19. 

Birgðir af bóluefnum hafa aukist að undanförnu sem hefur leitt til þess að Frakkar eru á undan áætlun þegar kemur að bólusetningu, allir fullorðnir geta nú pantað tíma í bólusetningu. 

Frakkland er á niðurleið í fjölda nýrra smita eftir að þriðja bylgja faraldursins lék lausum hala í byrjun árs. Um 6 milljónir smita hafa greinst í landinu síðan heimfaraldurinn hófst og þar af hafa 110 þúsund látið lífið í Frakklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert