Evrópska hitametið slegið á Sikiley

Hitamet var slegið í dag á Sikiley.
Hitamet var slegið í dag á Sikiley. AFP

Hitamet í Evrópu náðist á Sikiley á Ítalíu í dag en hitastig fór upp í 48,8 gráður. Fyrra met náðist í Aþenu í Grikklandi árið 1977 þegar hitinn fór í 48 gráður. 

Háþrýstisvæðið sem skekur nú Suður-Evrópu hefur fengið nafnið Lúsífer og hafa yfirvöld á Ítalíu því lýst yfir neyðarástandi. Búist er við sérstaklega miklum hita í borgum líkt og Róm á föstudag. 

Miklir gróðureldar hafa geisað á Ítalíu líkt og í fleiri ríkjum við Miðjarðarhaf en eldar hafa sérstaklega haft áhrif á Sikiley og í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem slökkviliðsmenn glíma við um 300 elda.

Frétt á vef BBC.

Miklir gróðureldar hafa geisað á Ítalíu.
Miklir gróðureldar hafa geisað á Ítalíu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert