Neyðarástand vegna „stjórnlausra“ mótmæla

Mótmæli vörubílstjóra mótmælt í Ottawa.
Mótmæli vörubílstjóra mótmælt í Ottawa. AFP

Mótmæli vörubílstjóra í Ottawa, höfuðborg Kanada, eru „stjórnlaus“ að sögn bæjarstjóra borgarinnar.

Neyðarástandi var lýst yfir í gær eftir að mótmælendur gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda lokuðu helstu leiðum í miðborginni.

Vörubílalest setti einnig allt úr skorðum í borginni Toronto á …
Vörubílalest setti einnig allt úr skorðum í borginni Toronto á laugardaginn. AFP

Mótmælendurnir, sem fyrst komu til borgarinnar 29. janúar, haf lagt stórum vörubílum sínum víðs vegar um götur borgarinnar, sett upp tjöld og tímabundna aðstöðu með þeim afleiðingum að allar samgöngur hafa lamast. Margir embættismenn og íbúar eru afar ósáttir yfir stöðu mála.

Borgarstjórinn Jim Watson sagði neyðarástandið hafa verið sett vegna þess að áhyggjur eru uppi um öryggi íbúa borgarinnar.

Fyrr um daginn sagði hann ástandið „algjörlega stjórnlaust“ og bætti við að mótmælendurnir „séu mun fleiri en lögreglumenn“.

Lögreglumenn að störfum í Ottawa.
Lögreglumenn að störfum í Ottawa. AFP

„Við erum greinilega undirmönnuð og við erum að tapa þessari baráttu,“ sagði hann við útvarpsstöðina CRFA. „Það þarf að snúa þessu við. Við verðum að endurheimta borgina okkar.“

Watson sagði vörubílstjórana „ónærgætna“ sökum þess að þeir hafa „þeytt flautur og notað sírenur og skotið upp flugeldum og breytt þessu í partí“.

Mótmælin hófust vegna óánægju vörubílstjóra yfir skilyrðum um bólusetningar þegar þeir fara yfir landamærin til Bandaríkjanna. Síðan þá hafa mótmælin undið upp á sig og breyst í allsherjarmótmæli gegn takmörkunum vegna Covid-19 og ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert