Samþykkja að ræða við Rússa í Hvíta-Rússlandi

Áður hafði Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, sagt að það kæmi …
Áður hafði Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, sagt að það kæmi ekki til greina að ræða við Rússa í Hvíta-Rússlandi. AFP

Stjórnvöld í Úkraínu segja að þau muni ræða við Rússa á landamærum Hvíta-Rúss­lands, nálægt Tsjernobyl-kjarnorkuverinu.

Þetta var ákveðið eftir símtal milli Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, og Alexander Lúka­sj­en­kó, leiðtoga Hvíta-Rússlands.

Sendinefnd Rússa komin til Hvíta-Rússlands

„Stjórnmálamennirnir voru sammála um að úkraínska sendinefndin myndi hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða við landamæri Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nálægt ánni Pripyat,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Zelenskí.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að rússnesk sendinefnd sé nú þegar komin til borgarinnar Gomel í Hvíta-Rússlandi.

Zelenskí sagði í morgun að hann væri reiðubú­inn að ræða við Rússa en það kæmi ekki til greina að halda til Hvíta-Rúss­lands til slíkra viðræðna. 

„Auðvitað vilj­um við frið, við vilj­um funda og vilj­um binda endi á stríðið. Var­sjá, Brat­islava, Búdapest, Ist­an­búl, Bakú, við höf­um boðið Rúss­um þess­ar borg­ir,“ sagði Zelenskí í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert