Sakar Rússa um þjóðarmorð í Bútsja

Selenskí fordæmir fjöldamorðin í Bútsja.
Selenskí fordæmir fjöldamorðin í Bútsja. AFP

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð og tilraun til þess að útrýma allri úkraínsku þjóðinni daginn eftir að upp komst um fjöldagrafir og íbúa sem teknir hafa verið af lífi í bænum Bútsja í útjaðri Kænugarðs.

„Þetta er þjóðarmorð. Aftökur á götum úti,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu á sjónvarpsstöðinni CBS í dag. 

„Við erum íbúar Úkraínu. Hér eru yfir 100 þjóðfélagshópar. Það er verið að útrýma öllum þessum hópum,“ sagði hann. Framferði rússneskra hersveita í stríðinu hefur vakið mikinn óhug, einkum og sér í lagi fjöldamorðin í Bútsja.

Þremur dögum eftir að innrás Rússa hófst kvartaði Úkraína til Alþjóðadómstólsins í Haag yfir áformum Rússa um þjóðarmorð í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert