Rússar sagðir undirbúa stórfellda árás

Pútín Rússlandsforseti er sagður undirbúa árás í Lugansk.
Pútín Rússlandsforseti er sagður undirbúa árás í Lugansk. AFP

Rússneskar hersveitir undirbúa nú viðfangsmikla árás í Luhansk-héraði í austurhluta Úkraínu. Þetta segir Sergí Gaídaí, héraðsstjóri í Luhansk, á samskiptamiðlinum Telegram í dag. 

„Við sjáum hergögn koma úr mismunandi áttum. Það er verið að flytja inn herafla og eldsneyti,“ sagði hann í skilaboðum sínum á miðlinum.

„Okkar skilningur er sá að Rússar séu að búa sig undir stóra innrás,“ sagði hann þar. 

Ekkert lát er á átökum í Úkraínu og bárust nýverið fregnir af því að stjórnvöld í Litháen hafi ákveðið að vísa Alexei Ísakov, sendiherra Rússlands í Litháen, úr landi. 

Fjöldamorðin í Bútsja hafa sett svip sinn á átökin og verið fordæmd af hverjum þjóðarleiðtoganum á fætur öðrum en útlit er fyrir að málið verði tekið fyrir hjá Alþjóðadómstólnum í Haag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert