Rússum verði fleygt út úr mannréttindaráði SÞ

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Manhattan-eyju, við bakka Austurárinnar.
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Manhattan-eyju, við bakka Austurárinnar. AFP

Bandaríkin munu leitast eftir því að Rússlandi verði vikið burt úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar þeirra sönnunargagna sem virðast tekin að berast af fjöldamorði rússneskra hermanna á almennum borgurum í Bútsja í Úkraínu.

Frá þessu greinir Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart SÞ.

Kína, Kúba og Venesúela

Alls skipa 47 ríki mannréttindaráðið. Þar á meðal eru Kína, Kúba, Kasakstan, Líbía, Katar, Sómalía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Úsbekistan og Venesúela.

Úkraína á þar einnig sæti og segir Thomas-Greenfield að unnið verði að brottvikningu Rússa í samráði við stjórnvöld ríkisins og annarra ríkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert