Annar kafli stríðsins hafinn og erfitt að flýja

Gjöreyðilagt hús í úkraínska þorpinu Novodrusjesk.
Gjöreyðilagt hús í úkraínska þorpinu Novodrusjesk. AFP

„Annar kafli stríðsins er hafinn,“ sagði Andriy Yermak, starfsmannastjóri úkraínska forsetaembættisins í dag um stórsókn Rússa inn í Donbas-héruðin í austur Úkraínu. 

Bandarísk yfirvöld munu í dag funda með bandamönnum sínum til þess að ræða stöðuna. 

Hluta af svæði Donbas er stjórnað af aðskilnaðarsinnum sem eru hliðholl rússneskum stjórnvöldum. 

Seint í gær staðfesti Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, að rússneskar hersveitir hafi byrjað barágttuna um Donbas-héruðin en hana hafi þær undirbúið í langan tíma. 

„Það skiptir ekki máli hversu margir rússneskir hermenn mæta, við munum berjast. Við munum verja okkur,“ sagði Selenskí. 

Þrír dagar án öruggra flutninga úr landi

Úkraínsk yfirvöld tilkynntu það í dag að enn hafi ekkert samkomulag náðst við Rússa um að flytja óbreytta borgara frá Úkraínu með öruggum hætti. Er um að ræða þriðja daginn í röð sem það hefur ekki verið hægt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert