Frönsk borg fer gegn búrkíníbanninu

Múslimar klæðast búrkíní-sundfatnaði til þess að varðveita hógværð sína og …
Múslimar klæðast búrkíní-sundfatnaði til þess að varðveita hógværð sína og viðhalda trú sinni. AFP

Borgaryfirvöld í frönsku borginni Grenoble hafa farið fyrir æðsta stjórnsýsludómstól landsins til að mómæla banni ríkisstjórnarinnar á svokölluðum búrkíní-sundfötum í almenningssundlaugum í borginni. 

BBC greinir frá þessu en konur sem eru múslimar klæðast búrkíní til þess að varðveita hógværð sína og viðhalda trú sinni. 

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði stefnu Grenoble er kemur að sundfötum vera „ólíðandi ögrun“ sem væri í öndvegi við veraldleg frönsk gildi. 

Borgaryfirvöld í Grenoble telja bannið grafa undan hlutleysi yfirvalda í opinberri þjónustu. 

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Bannið á búrkíní er einnig gert í hreinlætisskyni að sögn yfirvalda. Karlmenn eiga að klæðast þröngum sundskýlum, sem er önnur regla sem Grenoble hefur farið gegn. Þá hafa borgaryfirvöld einnig leyft svokölluð Bermúda-stuttbuxur, sem eru venjulega ekki leyfðar.

Andóf gegn búrkíní, sem hylur allan líkamann fyrir utan andlitið, hendur og fætur, hefur staðið yfir í Frakklandi frá árinu 2016 þegar nokkur sveitarfélög bönnuðu sundfötin á ströndum þeirra á grunni þess að þau brjóti gegn ströngum reglum Frakklands um aðskilnað ríkis og kirkju.

Embættismenn mega ekki bera merki trúar sinni í vinnunni en Eric Piolle, borgarstjóri Grenoble, heldur því fram að það eigi ekki að koma í veg fyrir að fólk klæðist því sem það vilji í almenningssundlaugum.

Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands hefur áður dæmt gegn banninu á búrkíní-sundfötunum. Dómur í máli Grenoble mun falla á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert