Vandræðalegt augnablik á milli stórvelda fest á filmu

Þjóðarleiðtogarnir áttu í stuttum samræðum.
Þjóðarleiðtogarnir áttu í stuttum samræðum. AFP/Adam Scotti

Samskipti Xi Jinping, forseta Kína, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, voru fyrir tilviljun fest á filmu þar sem Jinping sakaði Trueau um að leka fundargögnum á fundi G20-ríkjanna á Balí. 

BBC greinir frá. 

Forsetinn kínverski sagði við forsætisráðherrann, með aðstoð túlks, að þessi hegðun hans væri óviðeigandi og sakaði hann um að skorta „einlægni“.

Líklegt er talið að Jinping sé að vísa til þess að Trudeau hefur rætt við fjölmiðla um meint afskipti Kínverja af kanadískum kosningum. 

Samskiptin, sem fóru fram á bak við luktar dyr, voru þau fyrstu á milli leiðtoganna svo árum skipti. 

Á myndefninu sjást Jinping og Trueau standa nálægt hvorum öðrum og eiga samtal í gegnum túlka. „Allt sem að við ræddum hefur verið lekið í fjölmiðla og það er mjög óviðeigandi,“ sagði Jinping á mandarín. 

Augnablikið veitir sjaldgæfa innsýn í raunveruleg samskipti Jinping, sem alla jafnan hefur verulega prúðbúna ímynd – sérstaklega í kínverskum fjölmiðlum. 

Eftir að hafa brosað og kinkað kolli svaraði Trudeau „í Kanada höfum við trú á frjálsri, opinni go hreinskilinni orðræðu og það er eitthvað sem við munum áfram stunda“.

„Við munum áfram líta til uppbyggilegrar samvinnu en áfram verða hlutir sem við erum ósammála um,“ bætti hann við. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert