Gámamúrinn verður fjarlægður

Veggurinn er sjö km langur og telur um 915 gáma.
Veggurinn er sjö km langur og telur um 915 gáma. AFP

Yfirvöld í Arizona-ríki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að fjarlægja stærðarinnar vegg, sem er búinn til úr flutningagámum, sem liggur við landamærin að Mexíkó. Ákvörðunin er tekin í kjölfar mótmæla. 

Repúblikaninn Doug Ducey, sem er ríkisstjóri Arizona, lét reisa vegginn. Hann hélt því fram að veggurinn gæti dregið úr flæði flóttafólks yfir landamærin til Bandaríkjanna. Þessu var mótmælt harðlega og var ákvörðunin m.a. kærð til dómstóla. 

Rúmlega 900 gámar eru í veggnum og kostaði framkvæmdin skattgreiðendur um 80 milljónir dala, sem jafngildir um 11 milljörðum kr. 

AFP

Landamæri Arizona að Mexíkó eru 600 km löng. Frá árinu 2017 hafa víða verið reistar girðingar meðfram landamærunum, eða frá því Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. 

Ducey hóf framkvæmdina í Coronado-þjóðgarðinum fyrr á þessu ári til að bregðast við því sem hann kallaði óheillavænlega aukningu flóttafólks fyrir landamærin. 

Fram kemur í umfjöllun erlendra miðla, að tölur sýni fram á fjölgun á óskráðu fólki sem hefur reynt að komast yfir landamærin í suðri á undanförnu ári. 

AFP

Þrátt fyrir það fór bandaríska ríkið í máli við Ducey í síðustu viku á þeim grundvelli að veggurinn, sem er sjö km langur, hefði verið reistur með ólögmætum hætti á landi í eigu bandaríska alríkisins. Auk þess hefði ekki fengist heimild til verksins. 

Samkomulag náðist í gær í málinu þar sem yfirvöld í Arizona lýstu því yfir að þau muni fjarlægja vegginn, og að stefnt verði að því að ljúka því í byrjun janúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert