Dalai Lama bað dreng um að sjúga á sér tunguna

Dalai Lama í McLeod Ganj 5. apríl síðastliðinn.
Dalai Lama í McLeod Ganj 5. apríl síðastliðinn. AFP

Tíbeski trúarleiðtoginn Dalai Lama hefur beðist afsökunar eftir að myndskeið birtist sem sýnir hann biðja dreng um að sjúga á sér tunguna.

Myndskeiðið, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, sýnir þegar Dalai Lama, 87 ára, kyssir drenginn á varirnar þegar drengurinn kemur til að votta honum virðingu.

Búddistamunkurinn sést þá reka út tunguna og biða drenginn um að sjúga hana. „Geturðu sogið tunguna mína?“ heyrist hann spyrja drenginn.

Myndskeiðið var tekið á viðburði í McLeoid Ganj, sem er úthverfi í Dharamshala-borg í norðurhluta Indlands 28. febrúar.

„Hans heilagleiki vill biðja drenginn og fjölskyldu hans, auk margra vina hans víðs vegar um heiminn, afsökunar vegna sársaukans sem hann gæti hafa valdið,“ sagði í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Dalai Lama á Twitter.

Dalai Lama í desember síðastliðnum.
Dalai Lama í desember síðastliðnum. AFP/Sanjay Kumar

Fordæmdu athæfið

Notendur á Twitter fordæmdu athæfið eftir að myndskeiðið birtist í gær og sögðu það „ógeðslegt og „algjörlega sjúkt“.

„Í áfalli eftir að hafa séð hegðun #Dalai Lama. Hann hefur áður þurft að biðjast afsökunar á ummælum af kynferðislegum toga. En að segja - Sjúgðu á mér tunguna - við lítinn dreng er viðbjóðslegt,“ skrifaði notandinn Sangita.

Annar tístari, Rakhi Tripathi, skrifaði: „Hvað var ég eiginlega að sjá? Hvernig ætli barninu líði? Ógeðslegt“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert