Greiðslufall Bandaríkjanna hefði mjög alvarlegar afleiðingar

Bandaríkjaþing þarf að ná samkomulagi um hvernig eigi að takast …
Bandaríkjaþing þarf að ná samkomulagi um hvernig eigi að takast á við skuldavanda þjóðarinnar. AFP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að það muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér standi Bandaríkin frammi fyrir greiðslufalli. Senn líður að frestur sem bandarísk yfirvöld hafa til að auka eða breyta lánaheimildum renni út. 

„Það er okkar mat að það muni mjög alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir Bandaríkin heldur fyrir hagkerfi heimsins, geti Bandaríkin staði við sínar skuldbindingar,“ segir Julie Kozack, samskiptastjóri AGS, við blaðamenn. Hún hvatti alla hlutaðeigandi til að leysa málið sem fyrst. 

Repúblikanar og demókratar hafa átt í hörðum deilum um hversu hátt lánaþak ríkissjóðs eigi að vera. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja að ríkisstjórn Bidens Bandaríkjaforseta samþykki umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og hljóti þá í staðinn stuðning til að hækka þakið áður en ríkissjóður tæmist. 

Höfuðstöðvar AGS eru í Washington í Bandaríkjunum.
Höfuðstöðvar AGS eru í Washington í Bandaríkjunum. AFP

Demókratar hafa kallað eftir því að lánaþakið verði hækkað og saka repúblikana um öfgafullar aðgerðir til að reyna að koma sínum pólitísku stefnumálum áður en fyrrgreindur frestur rennur út, sem er á ensku er kallaður „X-date“. Það er sá tími þegar Bandaríkin geta ekki lengur greitt sínar skuldir. 

Vilja forðast frekari áföll

Forsvarsmenn AGS segja að ef svo fari að Bandaríkin lendi í greiðslufalli þá muni það hafa í för með sér hærri lántökukostnað, frekari óstöðugleika á heimsvísu og efnahagslega keðjuverkun. 

„Undanfarin ár höfum verið séð heiminn lenda í mörgu áföllum, og því viljum við komast hjá slíkum alvarlögum afleiðingum,“ sagði Kozack enn fremur. 

Í sögulegu tilliti hefur það þótt næsta hefðbundið verkefni að hækka lánaþakið þar sem það tengist að afla fjár til að greiða fyrir skuldbindingar og verkefni sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt að ráðast í. 

Eftir að repúblikanar unnu nauman sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í þingkosningunum í fyrra, þá hefur flokkurinn kallað eftir því að Kevin McCarthy, sem mun taka við sem forseti þingsins, taki á sístækkandi skuldavanda landsins og heita þá sínum stuðningi á móti. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að greiðslufall komi ekki til greina.
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að greiðslufall komi ekki til greina. AFP

Ríkisstjórn Bidens hefur neitað að semja um lánaþakið og því hefur skapast pattstaða nú aðeins örfáum vikum áður en útlit er fyrir að ríkissjóður verður þurrausinn, ef ekkert verður að gert. 

Funda á morgun

Biden fundaði með McCarthy í byrjun vikunnar vegna málsins en sá fundi lauk án samkomulags. 

„Greiðslufall kemur ekki til greina,“ sagði Biden að loknu fundi þeirra. McCarthy sagði við blaðamenn að hann hefði ekki tekið eftir neinum nýjum vendingum á fundinum, sem leiðtogar efri og neðri deildar þingsins sátu einnig. 

Viðræður munu halda áfram á morgun þar sem báðar fylkingar stefna að því að leysa málið áður en fresturinn rennur út. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að það gæti mögulega gerst 1. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert