Umdeild skotfæri skýrt dæmi um „miskunnarleysi“

Abrams-skriðdrekar geta notað skotfæri sem innihalda rýrt úran.
Abrams-skriðdrekar geta notað skotfæri sem innihalda rýrt úran. AFP

Bandaríkin ætla að senda Úkraínumönnum skotfæri sem innihalda rýrt úran. Rússar segja fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda „vera skýrt dæmi um miskunnarleysi“ Bandaríkjanna en skotfærin eru afar umdeild.

Skotfærin eru 120 millimetrar og eru hluti af rúmlega milljarða dala (134 ma.kr.) styrk Bandaríkjanna til Úkraínu. Skotfærin eru fyrir svokallaða M1 Abrams-skriðdreka, sem eiga að lenda í Úkraínu fyrir árslok.

Umdeild skotfæri

Slík skotfæri eru gjarnan umdeild þar sem þau hafa oft ýmis heilsufarsvandamál í för með sér, t.a.m. krabbamein og fæðingagalla á þeim svæðum þar sem skotfærin hafa verið notuð í orrustum. Þó hefur ekki verið sýnt fram á að það séu skotfærin sem valda þessum heilsufarsvandamálum.

Sendiráð Rússlands í Washington segir í tilkynningu á samskiptaforritinu Telegram að ákvörðun Bandaríkjanna sé „skýrt merki um miskunnarleysi“.

„Þau [Bandaríkin] eru fullmeðvituð um afleiðingarnar: Sprengingar með þessum skotfærum leiða til þess að geislunarský á hreyfingu myndist,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert