Norðmenn frysta ekki greiðslur til UNRWA

Reykjarský yfir suðurhluta Gasasvæðisins eftir loftárásir Ísraela.
Reykjarský yfir suðurhluta Gasasvæðisins eftir loftárásir Ísraela. AFP

Stjórnvöld í Noregi hyggjast ekki frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, í kjölfar ásakana um að starfsmenn stofnunarinnar hafi með einhverjum hætti átt aðild að árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október.

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að frysta frekari greiðslur til UNRWA þar til haft hefur verið samráð við önnur norræn ríki um næstu skref.

Norska sendiráðið í Palestínu greindi frá því í gær að ásakanirnar væru sláandi og fagnaði tilvonandi rannsóknar á málinu. Hins vegar væru þær ekki tilefni til að frysta greiðslur.

„Við þurfum að greina á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og hvað UNRWA stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert