Bálhvasst í Færeyjum

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum.

Bálhvasst er nú í Færeyjum og segir færeyska útvarpið að vindhviður yfir 40 metra á sekúndu hafi mælst í höfuðstaðnum Þórshöfn.

Færeyskir fjölmiðlar segja að slökkvilið og björgunarsveitir hafi átt annríkt við að festa þök sem voru byrjuð að losna og negla fyrir glugga.

Versta veðrið virðist vera í Suðurey og þar hefur fólk verið hvatt til að leggja björgunarsveitum og slökkviliði lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert