Grunur um sýruárás í Lundúnum

AFP

Kona og tvö börn hennar voru flutt á sjúkrahús í Lundúnum í kvöld eftir að karlmaður kastaði á þau vökva. Talið er að um sýru gæti verið að ræða.

Telegraph greinir frá.

Lögregla var kölluð til á Lessar-breiðgötu á áttunda tímanum í kvöld vegna atviksins. 

Þrjár fullorðnar manneskjur voru einnig fluttar á sjúkrahús. Þrír lögreglumenn sem sinntu útkallinu voru líka fluttir á sjúkrahús en talið er að þeir hafi hlotið minniháttar áverka. 

Verið er að rannsaka vökvann sem maðurinn kastaði.

Lundúnalögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við árásina, en karlmaður sást flýja vettvanginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert