40 ára fangelsi fyrir gagnaleka til Wikileaks

Er þetta talinn vera stærsti gagnaleki í sögu CIA.
Er þetta talinn vera stærsti gagnaleki í sögu CIA. AFP

Fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks.

Maðurinn, Joshua Schulte, var einnig fundinn sekur um varðveislu mynda sem innihéldu barnaníð.

BBC greinir frá. 

Stærsti gagnaleki í sögu CIA

Lak hann gögnum sem eru notuð af leyniþjónustunni til að hakka snjallsíma og hlusta á símtöl þeirra sem eiga snjallsímann.

Átti þetta sér stað árið 2016 og segir bandaríska varnarmálaráðuneytið þetta vera stærsta gagnaleka í sögu CIA. Schulte lak alls 8.761 gögnum til Wikileaks sem byrjaði svo að birta gögnin árið 2017.

Í gær var hann dæmdur fyrir ákærur um njósnir, tölvuinnbrot, lítilsvirðingu fyrir dómstólum, falskan vitnisburð til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og vörslu barnaníðsmynda.

„Joshua Schulte sveik land sitt með því að fremja einhverja svívirðilegustu og verstu njósnaglæpi í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Damian Williams ríkissaksóknari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert