40 þúsund án rafmagns eftir drónaárásir Rússa

24 drónum var sigað á Úkraínu í nótt.
24 drónum var sigað á Úkraínu í nótt. AFP/Roman Pilpey

Hátt í 40 þúsund manns eru án rafmagns í Dníprópetrovsk í Úkraínu eftir að yfir tuttugu drónar frá Rússlandi réðust á mikilvæga orkuinnviði.

Voru þetta 24 drónar, af íranskri gerð, sem Rússar siguðu á Úkraínu og náðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna að skjóta niður 11 þeirra.

Um 100 námuverkamenn í Úkraínu festust neðanjarðar en búið er að bjarga þeim. Í norðausturhluta Karkív-héraðs voru um 64 bæir án rafmagns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert