Þrír látnir eftir að flugvél brotlenti á heimili

Frá aðgerðum slökkviliðsins í gærkvöldi.
Frá aðgerðum slökkviliðsins í gærkvöldi. AFP/Octavio Jones

Lítil flugvél brotlenti á heimili í húsbílabyggð í Flórída-ríki í gærkvöldi. Kviknaði í fjórum heimilum og þrír létust.

Fréttastofa ABC greinir frá þessu.

Flugmaður og tvær einstaklingar á jörðu niðri létust er flugvélin brotlenti á heimili í borginni Clearwater sem er á Tampa Bay-svæðinu. Átti slysið sér stað upp úr klukkan 19 að staðartíma.

Vélarbilun í hreyflinum

Eldurinn breiddi fljótt úr sér en slökkviliðið var fljótt á vettvang til að slökkva eldinn. Fólk í öðrum heimilum sem kviknaði í eru við góða heilsu en tókst að koma þeim út úr húsum sínum fljótt.

Flugvélin hrapaði til jarðar skömmu eftir að flugmaðurinn sendi tilkynningu á flugmálayfirvöldum um vélarbilun í hreyflinum.

Var flugvélin af gerðinni Beechcraft Bonanza V35.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert