Hnífaárás á lestarstöð í París

Frá lestarstöðinni í morgun.
Frá lestarstöðinni í morgun. AFP/Thomas Samson

Þrír særðust í hnífaárás á Gare de Lyon lestarstöðinni í París, höfuðborg Frakkland, í morgun. Einn hefur verið handtekinn.

Hinn grunaði er á fertugsaldri og er frá Malí en hefur búið á Ítalíu frá árinu 2016. Hann er sagður hafa hreint sakavottorð. Hann glímir við andleg veikindi. 

Þrír særðust.
Þrír særðust. AFP/Thomas Samson

Árásin varð rétt eftir klukkan hálf átta í morgun á lestarstöðinni. Einn hlaut lífshættulega áverka á kviðarhol en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 

Lögreglan telur að hinn grunaði hafi notast við hníf og hamar í árásinni. Vitni að árásinni yfirbuguðu manninn áður en lögregla handtók hann. Gerald Darmani innanríkisráðherra þakkaði þeim sem yfirbuguðu manninn á samfélagsmiðlinum X. 

Tildrög árásarinnar eru óljós. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert