Tate-bræður handteknir í Rúmeníu

Andrew og Tristan Tate.
Andrew og Tristan Tate. AFP/Daniel Mihailescu

Áhrifavaldurinn umdeildi, Andrew Tate, og Tristan bróðir hans eru í haldi lögreglunnar í Rúmeníu eftir að evrópskar handtökuskipanir voru gefnar út á hendur þeim í Bretlandi í gær.

Frá þessu greinir fulltrúi Tate en ásakanirnar, þar á meðal kynferðislegt ofbeldi, ná yfir árin 2012 til 2015. 

Handteknir í desember 2022

Rúmenska lögreglan segir að evrópskar handtökuskipanir á hendur tveimur karlmönnum hafi verið gefnar út af breskum yfirvöldum vegna kynferðisbrota.

Bræðurnir eiga yfir höfði sér ákæru fyrir nauðgun og mansal í Rúmeníu, þar sem þeir búa og hafa áður verið í fangelsi og í stofufangelsi eftir að þeir voru handteknir í desember 2022.

Andrew Tate er vel þekktur á samfélagsmiðlum og hefur verið meinaður aðgangur á þeim mörgum en hann hefur gjarnan deilt skoðunum sem einkennast af kvenhatri og eitraðri karlmennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert