Táningur grunaður um morð á 17 ára stúlku

Sænska lögreglan rannsakar málið. Mynd úr safni.
Sænska lögreglan rannsakar málið. Mynd úr safni. AFP

Táningur er grunaður um að hafa orðið sautján ára stúlku að bana í Svíþjóð. Hennar hefur verið saknað síðan í síðustu viku. 

Lík stúlku hefur nú fundist skammt fyrir utan Gautaborg.

Saksóknari segir táningsstrák liggja undir grun og hefur hann verið handtekinn. Pilturinn neitar allri sök.

Sænska ríkisútvarpið greinir frá.

Kom ekki heim

Lögreglunni barst tilkynning um hvarf stúlkunnar á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að hún skilaði sér ekki heim úr skólanum.

Leit að henni hefur staðið yfir síðustu daga. Í gærkvöldi fannst lík sem ekki er enn búið að bera kennsl á. Aðstandendur hafa verið upplýstir um stöðu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert