Rannsaka Apple, Alphabet, Microsoft og fleiri

Thierry Breton blés til blaðamannafundar í dag.
Thierry Breton blés til blaðamannafundar í dag. AFP

Evrópusambandið hefur tilkynnt fyrstu rannsóknir sínar samkvæmt nýjum lögum um stafræna markaði, sem gætu leitt til umfangsmikilla sekta á hendur stórum tæknirisum.

Um er að ræða bandarísku tæknirisana Apple, Alphabet, Amazon, Meta og Microsoft, auk kínverska fyrirtækisins ByteDance, sem á og rekur TikTok.

Þeim hefur öllum verið skylt að framfylgja nýju lögunum frá og með 7. mars.

„Við erum ekki sannfærð um að lausnirnar frá Alphabet, Apple og Meta virði skyldur þeirra um réttlátara og opnara stafrænt rými fyrir evrópska borgara og fyrirtæki,“ sagði framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins, Thierry Breton, á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert