Stórt svæði orðið eldi að bráð

Árið 2023 var það mann­skæðasta á þess­ari öld hvað varðar …
Árið 2023 var það mann­skæðasta á þess­ari öld hvað varðar gróðurelda. AFP/Yasin Akgul

Miklir gróðureldar geisa nú í Valencia-héraði á Spáni. Talið er að eldarnir hafi brotist út í kjölfar óeðlilega mikils hita á svæðinu síðustu daga. 

Eldarnir hafa nú brunnið í gegnum meira en 500 hektara af landi og hafa 180 manns þurft að flýja heimili sín.

Upptök eldana voru í þorpinu Tarbena, sem er staðsett í rúmlega 30 kílómetra fjarlægð frá strandbænum Benidorm.

Óvenju hætt á svæðinu miðað við árstíma

Að sögn yfirvalda á svæðinu kviknuðu eldarnir út frá litlum eldsvoða en mikill vindur og hiti á svæðinu olli því að hann breiddist hratt út. Þá er lítill raki í jörðinni eftir mikinn þurrk á svæðinu. 

Samkvæmt viðbragðsaðilum eru eldarnir enn virkir eftir erfiða nótt hjá slökkviliðsmönnum. Átta þyrlur bárust við eldana í nótt ásamt ásamt slökkviliðsmönnum og hermönnum frá neyðardeild spænska hersins, sem er kölluð til til að aðstoða við stærri elda.

Eldarnir hófust á sunnudag en þá mældist hitinn á svæðinu meira en 30 gráður, sem er óvenju hátt miðað við þennan tíma ársins. Óvenju háar hitatölur mældust víða á Spáni um helgina.

Árið 2022 brenndu um 500 skógareldar meira en 300 þúsund hektara svæðis á Spáni. Það er met í Evrópu samkvæmt evrópska skógareldaupplýsingakerfinu (EFFIS).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert