Tveir drepnir í drónaárás Úkraínuhers

Úkraínskur hermaður á drónaæfingu í síðasta mánuði.
Úkraínskur hermaður á drónaæfingu í síðasta mánuði. AFP/Genya Savilov

Tveir voru drepnir, þar á meðal barn, eftir að Úkraínumenn skutu árásardrónum á Rússland og Krímskaga í nótt.

Eldur kviknaði einnig í olíuhreinsistöð, að sögn rússneskra embættismanna.

Árásin var sú umfangsmesta af hálfu Úkraínumanna í margar vikur og varð gerð á sama tíma og hersveitir Rússa hafa sótt fram og sölsað undir sig sífellt stærra landsvæði í Úkraínu.

Rússneski herinn sagðist hafa stöðvað meira en 100 dróna sem komu úr lofti eða frá hafi í suðurhluta landsins og fóru yfir Krímskaga og Svartahaf í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert