Grískur dómstóll fellir niður ákærur vegna sjóslyss

Eftirlifendur koma til hafnar í Kalamata.
Eftirlifendur koma til hafnar í Kalamata. AFP

Dómstóll í Grikklandi vísaði frá ákærum á hendur níu grunaðra í gær í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og sagði að hann hefði ekki lögsögu til að dæma í málinu. 

Togarinn Adriana var ryðgaður og ofhlaðinn flóttamönnum þegar hann sökk aðfaranótt 14. júní árið 2023. Í togaranum voru rúmlega 750 manns samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum en aðeins 82 lík fundust. 

Níu grunaðir, sem voru á meðal þeirra 104 sem lifðu af, höfðu átt yfir höfði sér ákæru, þar á meðal fyrir manndráp af gáleysi, þátttöku í glæpasamtökum og að aðstoða við ólöglega komu inn í landið. 

Mennirnir, sem eru á aldrinum 21 til 37 ára, voru í gæsluvarðhaldi undanfarna 11. mánuði og hefðu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi yrðu þeir fundnir sekir. 

Einn af þeim ákærðu að losna úr gæsluvarðhaldi.
Einn af þeim ákærðu að losna úr gæsluvarðhaldi. AFP/Angelos Tzortinis

 

Verjendur sakborninga héldu því fram að grískur dómstóll gæti ekki dæmt í málinu þar sem slysið hefði átt sér stað á alþjóðlegu hafsvæði. 

Ríkissaksóknari féllst á málsvörn fyrr í dag sem leiddi til þess að dómstóllinn féll frá ákæru á hendur mönnunum.  

Dómstóllinn tekur undir rök ákæruvaldsins og segir að hinir níu ákærðu séu sýknaðir,sagði dómstóllinn í Kalamata í Suðvestur-Grikklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert