Krúnuleikar og hjólreiðafólk leika íbúa grátt

Krúnuleikarnir voru að hluta teknir upp í Girona á Spáni.
Krúnuleikarnir voru að hluta teknir upp í Girona á Spáni.

Hópur íbúa í Girona á Spáni er búinn að fá sig fullsaddan af fjölda ferðamanna í borginni og hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja borgina komna að þolmörkum.

Bæði er hún vinsæll áfangastaður hjólreiðatúrista sökum þess hve hæðótt borgin er en einnig jókst ferðamannastraumur til muna eftir að þáttaröðin Krúnuleikarnir (Game of Thrones) var tekin upp að stórum hluta í borginni.

Er nú svo komið hópur aðgerðarsinna hefur tekið sig til og framið skemmdarverk á nokkrum þeirra 30 fyrirtækja sem sérhæfa sig í þjónustu við hjólreiðafólk.

Girona í Katalóníu er vinsæll áfangastaður fyrir hjólreiðafólks.
Girona í Katalóníu er vinsæll áfangastaður fyrir hjólreiðafólks. AFP

Húsnæðisskortur 

Þá hefur hefur hópur borgarbúa gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segja að einungis lítill hópur hagnist á auknum ferðamannastraumi á sama tíma og borgin hafi gleymt íbúum og þeirri friðhelgi sem þeir telja sig eiga rétt á.

Þá segir í tilkynningu að uppgangurinn hafi leitt til húsnæðisskorts, verðbólgu og eyðileggingu á menningu heimamanna.

The Local segir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert