Öll sjúkrahús á Gasa nánast óstarfhæf

Al-Salam sjúkrahúsið í suðurhluta Gasa.
Al-Salam sjúkrahúsið í suðurhluta Gasa. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og læknar segja öll sjúkrahús á Gasa nánast óstarfhæf. Aðeins tvö sjúkrahús eru enn starfræk á svæðinu, Al-Awsa sjúkrahúsið og Kamal Adwan sjúkrahúsið, en þau eru komin að þolmörkum. 

Talsmenn sjúkrahúsana á Gasa segja að Ísraelsher hafi beint skotum sínum á sjúkrahúsin síðustu daga og að leyniskyttur hafi komið sér fyrir í nágrenni þeirra. Þá er talið að Ísraelsher að hafi náð yfirráðum á einni hæð Al-Awda spítalans í norðurhluta Gasa.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að 148 starfsmenn sjúkrahússins og 22 sjúklingar væru fastir inni á sjúkrahúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert