Umræðan í upphrópunarstíl

Rannveig Rist
Rannveig Rist

„Ég hugsa að það myndi auka stöðugleika og auðvelda þannig rekstur fyrirtækja að hafa gjaldmiðil sem væri ekki eins sveiflukenndur og krónan,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi hf.

„En fyrir okkur væri dollar eftirsóknarverðastur, því viðskipti með ál eru í dollurum. Ef við tækjum upp evru væri það að einhverju leyti sveiflujafnandi, en ég segi ekki að það breytti miklu.“

– Ertu fylgjandi aðild að ESB?

„Ég veit ekki hverju hún myndi breyta fyrir okkar fyrirtæki. Við höfum tekið upp flestar af þessum reglum sem að okkur snúa. Mér sýnist að sem stendur séu reglur ESB um losun álvera á gróðurhúsalofttegundum rýmri en hér á landi, en er það endilega eftirsóknarvert? Almennt finnst mér meira áríðandi fyrir íslenskt þjóðfélag að takast á við vandann í efnahagslífinu og ræða eigin vinnubrögð, siðferði og áherslur, líta í eigin barm, heldur en að ræða inngöngu í ESB.“

– Nú?

„Við þurfum að átta okkur á því hvaða úrræði við höfum og einbeita okkur að því. Hitt er umræða um stefnu til langs tíma, sem þarf vissulega að taka, en mér finnst að draga þurfi fram kosti og galla aðildar án þess að það sé í upphrópunarstíl, eins og einkennir dálítið umræðuna núna, og átta sig á því að alþjóðasamningar eru skuldbindingar, ekki bara eitthvað sem við fáum á silfurfati. Ég tel að það þurfi að skoða allar hliðar á þessu máli og hefði viljað að sú vinna væri komin lengra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina