Litháar styðja ESB-aðildarumsókn Íslendinga

Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháen
Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháen

Litháar hafa lýst yfir stuðningi við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháen hringdi í Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í morgun og ræddi aðildarumsóknina.

Usackas óskaði Össuri til hamingju með ákvörðunina og sagði Litháa styðja heilshugar aðild Íslands að ESB.

„Íslendingar viðurkenndu fyrstir sjálfstæði Litháen og Litháar vilja fyrstir þjóða lýsa stuðningi við ESB-umsókn Íslendinga,“ er haft eftir Usackas á Evrópuvef utanríkisráðuneytis Litháen.

Á vefnum segir ennfremur að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hafi boðið Usackas í opinbera heimsókn til landsins í vikunni til skrafs og ráðagerða um undirbúning aðildarviðræðna Íslands við ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag