Hafa ekki fallist á viðræðuramma ESB

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) í Frankfurt.

Utanríkisráðuneyti Íslands hefur ekki fallist á viðræðuramma Evrópusambandsins sem birtur var íslenskum stjórnvöldum í júlí sl. Ráðuneytið lítur þannig á að um einhliða yfirlýsingu sé að ræða af hálfu ESB, sem bindi ekki Ísland. Þetta kemur fram á vef Evrópuvaktarinnar.

„Íslensk stjórnvöld „leggi upp sína afstöðu“ eins og ráðuneytið orðar það óháð viðræðuramma Evrópusambandsins. Afstaða Íslands byggist á þeim „ramma sem lagður var með áliti meirihluta utanríkismálanefndar alþingis“ segir í svari utanríkisráðuneytisins til Evrópuvaktarinnar við spurningum um misræmi sem fram hefur komið í afstöðu íslenskra yfirvalda annars vegar og ESB hins vegar um efni aðlögunarviðræðnanna við Ísland.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær