26% treysta íslenska hernum

Hermaður, þó ekki íslenskur, fylgist með herþyrlu í Afganistan.
Hermaður, þó ekki íslenskur, fylgist með herþyrlu í Afganistan. Reuters

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Eurobarometer á trausti til evrópskra stofnana kemur í ljós að 26% Íslendinga treysta íslenska hernum. Almennt traust til hersins mælist að meðaltali 70% innan ESB landanna 27.

Einnig kemur fram að 56% Íslendinga bera lítið traust til hersins en 18% þykir hann hvorki traustvekjandi né ótraustsvekjandi.

Könnunin, sem einhverjum kann að þykja ófullnægjandi, er gefin út af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Spurt almennt um heri

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær