Mótmælendur handteknir

Bandaríska lögreglan handtók í dag tugi mótmælenda sem tóku þátt í mótmælum gegn auðvaldinu eða „anti-Wall Street“ víða um landið. Yfirvöld í New York féllu frá áformum um að rýma óleyfilegar mótmælendabúðir í fjármálahverfinu.

Flestar handtökurnar voru gerðar í vesturhluta Bandaríkjanna en mótmælin hafa breiðst út þangað frá New York. Alls voru 23 handteknir í borginni Denver í Coloradoríki. Lið 135 lögreglumanna rak í morgun á brott mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir framan við þinghús ríkisins.

Fréttastofa Fox sagði að einhverjir pústrar hafi orðið en engin meiðsli. Tíu til viðbótar voru handteknir í Seattle í Washingtonríki og einn í borginni San Diego í Kaliforníuríki.

Spennuþrungið andrúmsloft var í New York þar sem tókust á mótmælendur í fjölmennustu mótmælabúðunum og lögreglan. Það slaknaði á spennunni þegar ákveðið var að hætta við að rýma torgið þar sem búðirnar eru. Hundruð mótmælenda hafa nú dvalið þar í fjórar vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 26. apríl

Fimmtudaginn 25. apríl

Miðvikudaginn 24. apríl

Þriðjudaginn 23. apríl