Hófu tökur á Game of Thrones í morgun

Leikarinn Sean Bean í Game of Thrones.
Leikarinn Sean Bean í Game of Thrones.

Tökur á annarri þáttaröðinni af þáttunum vinsælu Game of Thrones hófust við Svínafellsjökul nú í morgun. Að sögn Snorra Þórissonar, framkvæmdastjóra kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasusar, vinna rúmlega sjötíu Íslendingar við tökurnar en til stendur að ljúka þeim þann 11. desember.

„Það var alveg brjálað veður í gær en það gæti ekki verið betra í dag. Þetta er eins og eftir pöntun,“ segir Snorri um aðstæður á tökustað.

Segir hann að um 130 manns, leikarar, myndatökufólk og fleiri sé við upptökurnar en auk þess sé hópur um sextíu aukaleikara. Alls séu rúmlega sjötíu Íslendingar í starfsliðinu við upptökurnar. Auk þess að mynda við Svínafellsjökul verða atriði tekin upp við Vatnajökul og á Höfðabrekkuheiði.

Þættirnir eru framleiddir af HBO-sjónvarpsstöðinni bandarísku og hafa þeir notið gríðarlegra vinsælda um allan heim undanfarið.

mbl.is

Veröld/Fólk — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Miðvikudaginn 24. apríl

Þriðjudaginn 23. apríl

Mánudaginn 22. apríl

Sunnudaginn 21. apríl

Laugardaginn 20. apríl

Föstudaginn 19. apríl

Fimmtudaginn 18. apríl

Miðvikudaginn 17. apríl