Mjög lítil ávöxtun á innlánsreikningum

mbl.is/Arnaldur

Raunávöxtun á óverðtryggðum innlánsreikningum var almennt neikvæð á síðasta ári. Verðbólga er núna 5,3% en vextir á óverðtryggðum reikningum ná yfirleitt ekki 4%.

Raunávöxtun af verðtryggðum reikningum er lítil þegar tekið er tillit til þess að greiða þarf 20% fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum og að verðbætur eru einnig skattlagðar.

Í fréttaskýringu um ávöxtun fjár í Morgunblaðinu í dag segir, að þrátt fyrir að 100 þúsund króna frítekjumark sé af vaxtatekjum þurfa mörg börn að greiða fjármagnstekjuskatt vegna þess að þau eru ekki skattlögð sem einstaklingar og þurfa því að deila frítekjumarki með foreldrum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Loka