Náðu tindi Mont Forel á Grænlandi

LEIFUR Örn Svavarsson og Guðjón Marteinsson náðu tindi Mont Forel- fjallsins á Grænlandi í fyrrakvöld. Íslendingar hafa ekki áður klifið fjallið, sem er 170 km norðan við Ammassalik.

Leifur og Guðjón komu að fjallinu á föstudagskvöld, eftir að hafa gengið um 150 km á gönguskíðum og þar áður farið um 100 km á hundasleðum frá þorpinu Isertoz, sunnan Sermilikfjarðar á austurströnd Grænlands. Til að ná tindinum þurftu þeir félagar að klífa um 800 m háan ísvegg, sem er að meðaltali um 55 gráða brattur. Þeir settu upp fyrstu búðir í hlíðum fjallsins í um 2.300 m hæð á laugardag og á sunnudag klifu þeir fjallið. Í gær héldu þeir niður í grunnbúðirnar og ætla nú að ganga á skíðum áfram í suðurátt, að bænum Kummiuut, en hann er í 150 km fjarlægð frá fjallinu. Þaðan fljúga þeir til Kulusuk og heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert