Grenjandi rigning buldi á göngumönnum

Blautt var á göngumönnum í dag.
Blautt var á göngumönnum í dag. mbl.is/Júlíus

Grenjandi rigning buldi í miðborg Reykjavíkur í dag er Gay-pride skrúðgangan fór fram. Að sögn lögreglu var við því að búast að gangan yrði ekki eins fjölmenn og fyrr vegna veður, en hún áætlar að 10-15 þúsund manns hafi verið í miðborginni um það leyti sem gangan fór fram. Talið er að 25-30 þúsund manns hafi tekið þátt eða fylgst með göngunni í fyrra.

Tugir þúsunda borgarbúa lögðu leið sína í miðborgina í fyrra til að skemmta sér í göngunni og fylgjast með skrautlegum skemmtiatriðum. Göngufólk byrjaði að safnast saman við Rauðarárstíg klukkan 13 en fylkingin lagði af stað eftir Laugaveginum kl. 15.

Gengið var eftir Laugavegi og Bankastræti en síðan beygt til suðurs eftir Lækjargötu og þar endaði skrúðgangan við svið þar sem listamenn syngja og skemmta fyrir miðbæjargesti fram eftir degi.

Í Listasafni Reykjavíkur kl. 18 mun Rósa Ingólfsdóttir stýra karaókí-söngkeppni og kl. 20.00 verður sýning á Engri óþekkt í Loftkastalanum. Í kvöld verða sérstakir hátíðardansleikir á þremur stöðum: Nasa, Nelly's og vitaskuld á Spotlight.

Göngumenn nýlagðir af stað frá Hlemmi.
Göngumenn nýlagðir af stað frá Hlemmi. mbl.is/Júlíus
Að mati lögreglu voru 10-15 þúsund manns í miðborg Reykjavíkur …
Að mati lögreglu voru 10-15 þúsund manns í miðborg Reykjavíkur er gangan fór fram. mbl.is/Árni Sæberg
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhelli.
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhelli. mbl.is/Árni Sæberg
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhelli.
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhelli. mbl.is/Árni Sæberg
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhellið.
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhellið. mbl.is/Árni Sæberg
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhellið.
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhellið. mbl.is/Árni Sæberg
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhellið.
Stemmning var góð í göngunni þrátt fyrir úrhellið. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert