Davíð tók innistæðu sína út úr Kaupþingi Búnaðarbanka

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fór í aðalbanka Kaupþings Búnaðarbanka í Austurstræti fyrir stundu og tók út innistæðu sem hann átti þar, eins og hann hafði boðað í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Davíð sagði við Morgunblaðið, að hann hefði tekið út reiðufé en hann væri ekki búinn að ákveða hvar hann ætlaði að geyma þá.

Davíð sagðí í útvarpsviðtali í dag að allir, sem væru í viðskiptum við bankann, hlytu að velta fyrir sér hvort þeir geti hugsað sér að vera í viðskiptum við stofnun, sem hagi sér með þeim hætti sem birtist í samningum sem starfandi stjórnarformaður og annar forstjóri bankans hafa gert um hlutafjárkaup í bankanum. Sagðist Davíð eiga 400 þúsund krónur inni á bók og ætlaði að taka þá peninga út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert